Innlent

Ungbörnum fjölgar og fjölgar í Mýrdal

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Aldrei áður hafa eins mörg börn fæðst í Mýrdalshreppi eins og það sem af er árinu, eða að minnsta kosti tólf börn og von er á nokkrum börnum í viðbót næstu vikur og mánuði.
Aldrei áður hafa eins mörg börn fæðst í Mýrdalshreppi eins og það sem af er árinu, eða að minnsta kosti tólf börn og von er á nokkrum börnum í viðbót næstu vikur og mánuði. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórinn í Vík í Mýrdal ræður sig vart fyrir kæti yfir fjölda ungbarna, sem hafa bæst í hóp íbúa það sem af er ári í Mýrdalshreppi. Tólf börn hafa fæðst og vitað er um fleiri fæðingar framunda.

Í Mýrdalshreppi búa um 650 manns, lang flestir í Vík í Mýrdal. Töluvert af ungu fólki hefur flutt í sveitarfélagið og samhliða því hefur barnsfæðingum fjölgað og þar af leiðandi fjölgar fólkinu í sveitarfélaginu. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri er yfir sig ánægð með nýju íbúana.

„Ég held að það sem af er ári séu fædd 12 börn að minnsta kosti. Ég held að fjölmennasti árangurinn okkar séu átta núna í skólanum og árið er ekki búið. Þetta er met, það segir okkur að það er eitthvað jákvætt að gerast í sveitarfélaginu,“ segir Þorbjörg.

Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem ræður sér vart fyrir kæti yfir fjölda ungbarna, sem hafa bæst í hóp íbúa Mýrdalshrepps það sem af er ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hverju þakkar hún þessa barnasprengju?

„Síðustu þrjú, fjögur ár hefur fólk verið að flytja hingað, ungt fólk. Það er svo mikil breyting á sveitarfélaginu, margir sést að og margir búnir að kaupa sér hús og farnir að sjá fram á það að hér vilji þeir búa og hér vilji vera. Þegar það eru orðnir svona margir á barneignaaldri mátti svo sem búast við þessu, þetta er mjög ánægjuleg þróun.

Er þetta eitthvað í vatninu hjá ykkur eða?

„Ég veit það ekki, það er bara hamingjan í Vík og Mýrdalnum öllum,“ segir Þorbjörg.

Um 650 manns búa í Mýrdalshreppi, lang flestir í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.