Börn og starfsmenn á leikskólanum Fífuborg í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 10:32 Þetta er í annað skiptið í þessum mánuði sem kórónuveirusmit greinist hjá starfsmanni leikskólans Fífuborgar í Grafarvogi. Reykjavíkurborg Fimmtán börn og að minnsta kosti fjórir starfsmenn á Ljósheimadeild í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi verða í sóttkví út vikuna eftir að starfsmaður þar greindist smitaður í gær. Þetta er í annað skipti sem kórónuveirusmit kemur upp á leikskólanum í þessum mánuði. Helga Sigurðarsdóttir, leikskólastjóri Fífuborgar, staðfestir við Vísi að börnin og starfsfólkið verði í sóttkví út þessa viku. Verið sé að skoða hvort senda þurfi þrjá aðra starfsmenn í sóttkví sem deildu kaffistofu með þeim sem greindist smitaður á föstudag. Smitið hafi átt sér stað utan leikskólans. Hún segir að tekist hafi að halda góðri hólfun í starfsemi leikskólans þannig að aðrar deildir geta haldið áfram starfsemi þar sem ekki hafi verið gerð krafa um að aðrir færu í úrvinnslusóttkví. Í tölvupósti til foreldra í morgun segir að hópurinn fari líklega í sýnatöku á föstudag. Foreldrar barnanna þurfa ekki að fara í sóttkví nema annað sé tekið fram. Smitið nú segir hún ótengt öðrum starfsmanni sem greindist smitaður af veirunni fyrir tveimur vikum. Þá þurftu um þrjátíu börn á aldrinum þriggja til sex ára og níu starfsmenn að fara í sóttkví. Tvær deildir þurftu að fara í úrvinnslusóttkví. „Þetta er alveg ferlegt. Það er erfitt að halda úti skólastarfi svona,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fimmtán börn og að minnsta kosti fjórir starfsmenn á Ljósheimadeild í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi verða í sóttkví út vikuna eftir að starfsmaður þar greindist smitaður í gær. Þetta er í annað skipti sem kórónuveirusmit kemur upp á leikskólanum í þessum mánuði. Helga Sigurðarsdóttir, leikskólastjóri Fífuborgar, staðfestir við Vísi að börnin og starfsfólkið verði í sóttkví út þessa viku. Verið sé að skoða hvort senda þurfi þrjá aðra starfsmenn í sóttkví sem deildu kaffistofu með þeim sem greindist smitaður á föstudag. Smitið hafi átt sér stað utan leikskólans. Hún segir að tekist hafi að halda góðri hólfun í starfsemi leikskólans þannig að aðrar deildir geta haldið áfram starfsemi þar sem ekki hafi verið gerð krafa um að aðrir færu í úrvinnslusóttkví. Í tölvupósti til foreldra í morgun segir að hópurinn fari líklega í sýnatöku á föstudag. Foreldrar barnanna þurfa ekki að fara í sóttkví nema annað sé tekið fram. Smitið nú segir hún ótengt öðrum starfsmanni sem greindist smitaður af veirunni fyrir tveimur vikum. Þá þurftu um þrjátíu börn á aldrinum þriggja til sex ára og níu starfsmenn að fara í sóttkví. Tvær deildir þurftu að fara í úrvinnslusóttkví. „Þetta er alveg ferlegt. Það er erfitt að halda úti skólastarfi svona,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira