Fótbolti

Elías Már skoraði enn eitt markið í ó­trú­legum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Már fagnar marki fyrr á leiktíðinni en Suðurnesjamaðurinn hefur staðið sig afar vel í hollenska boltanum.
Elías Már fagnar marki fyrr á leiktíðinni en Suðurnesjamaðurinn hefur staðið sig afar vel í hollenska boltanum. Pim Waslander/Soccrates/Getty Images

Elías Már Ómarsson skaut Excelsior upp í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með 1-0 sigri á Den Bosch í kvöld.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Keflvíkingurinn og það var með síðustu spyrnu leiksins.

Markið skoraði hann á 94. mínútu en Excelsior hafði verið manni fleiri frá 55. mínútu.

Elías Már hefur raðað inn mörkum fyrir Excelsior í ár en hann hefur skorað níu mörk í fyrstu átta leikjunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.