Kveikt verður á jólaljósum í Reykjavík um næstu helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. október 2020 19:52 Kveikt verður á jólaljósunum í Reykjavík þremur vikum fyrr en vanalega. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“ Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent