Kveikt verður á jólaljósum í Reykjavík um næstu helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. október 2020 19:52 Kveikt verður á jólaljósunum í Reykjavík þremur vikum fyrr en vanalega. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“ Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira