Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 09:30 Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Seger mætast að nýju næsta þriðjudag. Vísir/Vilhelm Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli fyrir mánuði en hafa unnið aðra leiki sína í keppninni. Svíþjóð er því með 16 stig eftir 6 leiki en Ísland með 13 eftir 5 leiki. Ef liðin gera aftur 1-1 jafntefli á þriðjudaginn og vinna aðra leiki sína (Ísland á eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu) mun markatala ráða því hvaða lið nær efsta sæti. Með því að vinna Lettland 7-0 í gær er Svíþjóð með +30 í markatölu. Ísland, sem vann Lettland 9-0 í síðasta mánuði, er með +19 í markatölu. Ellefu mörkum munar því en Ísland á leik til góða. „Núna erum við með ellefu mörkum meira en Ísland svo við höfum búið okkur til góðan markamun. Við gerðum sjö mörk í dag en miðað við yfirburðina sem við höfðum þá hefði maður viljað fleiri mörk,“ sagði Peter Gerhardsson þjálfari Svía við SVT. Hvert mark og stig skiptir líka máli fyrir liðið sem endar neðar Ef Ísland og Svíþjóð gera 0-0 jafntefli í Gautaborg, en enda jöfn að stigum í riðlinum, endar Svíþjóð ofar vegna fleiri marka skoraðra á útivelli í innbyrðis leikjum liðanna. Að sama skapi yrði Ísland ofar ef liðin yrðu jöfn að stigum, geri þau 2-2 eða 3-3 jafntefli og svo framvegis. Markatalan getur skipt miklu máli fyrir liðið sem endar í 2. sæti riðilsins, sem og hvert stig sem safnast í sarpinn. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undanriðlunum níu komast nefnilega beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil. Sem stendur er Ísland með þriðja besta árangurinn af þeim liðum sem eru í 2. sæti síns riðils, og því í augnablikinu á leiðinni á EM í Englandi en mikið vatn á eftir að renna til sjávar. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40 Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli fyrir mánuði en hafa unnið aðra leiki sína í keppninni. Svíþjóð er því með 16 stig eftir 6 leiki en Ísland með 13 eftir 5 leiki. Ef liðin gera aftur 1-1 jafntefli á þriðjudaginn og vinna aðra leiki sína (Ísland á eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu) mun markatala ráða því hvaða lið nær efsta sæti. Með því að vinna Lettland 7-0 í gær er Svíþjóð með +30 í markatölu. Ísland, sem vann Lettland 9-0 í síðasta mánuði, er með +19 í markatölu. Ellefu mörkum munar því en Ísland á leik til góða. „Núna erum við með ellefu mörkum meira en Ísland svo við höfum búið okkur til góðan markamun. Við gerðum sjö mörk í dag en miðað við yfirburðina sem við höfðum þá hefði maður viljað fleiri mörk,“ sagði Peter Gerhardsson þjálfari Svía við SVT. Hvert mark og stig skiptir líka máli fyrir liðið sem endar neðar Ef Ísland og Svíþjóð gera 0-0 jafntefli í Gautaborg, en enda jöfn að stigum í riðlinum, endar Svíþjóð ofar vegna fleiri marka skoraðra á útivelli í innbyrðis leikjum liðanna. Að sama skapi yrði Ísland ofar ef liðin yrðu jöfn að stigum, geri þau 2-2 eða 3-3 jafntefli og svo framvegis. Markatalan getur skipt miklu máli fyrir liðið sem endar í 2. sæti riðilsins, sem og hvert stig sem safnast í sarpinn. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undanriðlunum níu komast nefnilega beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil. Sem stendur er Ísland með þriðja besta árangurinn af þeim liðum sem eru í 2. sæti síns riðils, og því í augnablikinu á leiðinni á EM í Englandi en mikið vatn á eftir að renna til sjávar.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40 Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40
Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13