Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2020 16:34 Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Eigandi Sporthússins, líkamsræktarstöð í Kópavogi, hefur tekið þá ákvörðun að loka stöðinni tímabundið vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. Stöðin hefur boðið upp á hóptíma undanfarna þrjá daga. Hann segist með ákvörðuninni axla ábyrgð og loka stöðinni með almannahag í huga. Heilbrigðisráðherra heimilaði hóptíma í líkamsræktarstöðvum í reglugerð sinni á þriðjudag í andstöðu við tilmæli sóttvarnalæknis. Fleiri stöðvar höfðu ákveðið að bjóða ekki upp á hóptíma þrátt fyrir að reglugerð ráðherra heimilaði það og vísuðu til samfélagslegrar ábyrgðar. World Class, stærsta líkamsræktarkeðja landsins, býður upp á hóptíma auk fleiri minni stöðva víðs vegar um landið. „Mikil og almenn óánægja er í samfélaginu yfir því að Sporthúsið skuli hafa nýtt þá heimild sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra og opnað fyrir hóptíma, en ekki farið að tilmælum sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að í minnisblaði hans til ráðherra hafi verið lagt til að tilteknar íþróttir gætu hafið starf með takmörkunum, svo sem CrossFit og jóga. Í ljósi þessa tel ég að ekki hafi verið rétt að svo stöddu að opna Sporthúsið, CrossFit, BootCamp, SuperForm og aðra starfsemi hjá okkur sem kennd er í hópum,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Ýmsir hafa gagnrýnt heimild líkamsræktarstöðva til að bjóða upp á hóptíma. Þeirra á meðal Björk Jakobsdóttir leikstjóri. „Vegna skilaboða sóttvarnalæknis gegnum fjölmiðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í samfélaginu vegna opnunar líkamsræktarstöðva hef ég ákveðið að axla ábyrgð og loka starfsemi okkar aftur, í von um að það sé rétt ákvörðun fyrir almannahag.“ Lokunin taki gildi frá og með morgundeginum. 23. október. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hringl hefur valdið og vona að við komumst í sameiningu gegnum þessa bylgju Covid-19 veirunnar sem allra fyrst.“ Þröstur bætir við að þrátt fyrir gríðarlegan fjölda heimsókn í Sporthúsið frá því að Covid-19 hófst viti hann ekki til þess að neitt smit megi rekja til Sporthússins. „Öll umræða um líkamsræktarstöðvar sem gróðrarstíu Covid-19 á því að mínu mati ekki við um okkar starfsemi, enda höfum við og viðskiptavinir okkar lagt gríðarlega hart að okkur við að gæta að ýtrustu sóttvörnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Kópavogur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Eigandi Sporthússins, líkamsræktarstöð í Kópavogi, hefur tekið þá ákvörðun að loka stöðinni tímabundið vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. Stöðin hefur boðið upp á hóptíma undanfarna þrjá daga. Hann segist með ákvörðuninni axla ábyrgð og loka stöðinni með almannahag í huga. Heilbrigðisráðherra heimilaði hóptíma í líkamsræktarstöðvum í reglugerð sinni á þriðjudag í andstöðu við tilmæli sóttvarnalæknis. Fleiri stöðvar höfðu ákveðið að bjóða ekki upp á hóptíma þrátt fyrir að reglugerð ráðherra heimilaði það og vísuðu til samfélagslegrar ábyrgðar. World Class, stærsta líkamsræktarkeðja landsins, býður upp á hóptíma auk fleiri minni stöðva víðs vegar um landið. „Mikil og almenn óánægja er í samfélaginu yfir því að Sporthúsið skuli hafa nýtt þá heimild sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra og opnað fyrir hóptíma, en ekki farið að tilmælum sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að í minnisblaði hans til ráðherra hafi verið lagt til að tilteknar íþróttir gætu hafið starf með takmörkunum, svo sem CrossFit og jóga. Í ljósi þessa tel ég að ekki hafi verið rétt að svo stöddu að opna Sporthúsið, CrossFit, BootCamp, SuperForm og aðra starfsemi hjá okkur sem kennd er í hópum,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Ýmsir hafa gagnrýnt heimild líkamsræktarstöðva til að bjóða upp á hóptíma. Þeirra á meðal Björk Jakobsdóttir leikstjóri. „Vegna skilaboða sóttvarnalæknis gegnum fjölmiðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í samfélaginu vegna opnunar líkamsræktarstöðva hef ég ákveðið að axla ábyrgð og loka starfsemi okkar aftur, í von um að það sé rétt ákvörðun fyrir almannahag.“ Lokunin taki gildi frá og með morgundeginum. 23. október. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hringl hefur valdið og vona að við komumst í sameiningu gegnum þessa bylgju Covid-19 veirunnar sem allra fyrst.“ Þröstur bætir við að þrátt fyrir gríðarlegan fjölda heimsókn í Sporthúsið frá því að Covid-19 hófst viti hann ekki til þess að neitt smit megi rekja til Sporthússins. „Öll umræða um líkamsræktarstöðvar sem gróðrarstíu Covid-19 á því að mínu mati ekki við um okkar starfsemi, enda höfum við og viðskiptavinir okkar lagt gríðarlega hart að okkur við að gæta að ýtrustu sóttvörnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Kópavogur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira