Innlent

Smitaður sótti hóptíma í líkamsræktarstöð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Vísir/Vilhelm

Smitaður einstaklingur sótti hóptíma hjá líkamsræktarstöð á Akranesi í fyrrakvöld. Allir sem sóttu tímann þurfa að fara í sóttkví og sýnatöku vegna þessa. Frá þessu var greint í hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag.

Samkvæmt heimildum Vísis var um hóptíma að ræða þar sem fjöldi var nokkuð undir tuttugu manns. Stöðinni var lokað í gær eftir að í ljós kom að smit hefði komist þangað inn.

Rétt er að taka fram að ekki er um að ræða líkamsræktarsalinn á Jaðarsbökkum þar sem smit kom upp fyrir rúmum mánuði.

38 eru í sóttkví á Akranesi samkvæmt tölum sem lögreglan á Vesturlandi birti í dag. Fjölgaði um 25 á milli daga. Fimmtán eru í einangrun.

Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á þriðjudag mega líkamsræktarstöðvar standa fyrir hóptímum að uppfylltum skilyrðum. Svo sem er varða tuttugu manna hámark og kröfur um sóttvarnir.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×