Innlent

Á sjötta hundrað her­manna á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar.
Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar. LANDHELGISGÆSLAN

Á sjötta hundrað bandarískra og kanadískra hermanna verða staðsettir hér á landi næstu vikurnar. Áhafnaskipti taka lengri tíma en vanalega vegna strangra sóttvarnareglna.

Fréttablaðið segir frá þessu, en um er að ræða um 265 hermenn bandaríska flughersins sem komu til landsins í byrjun mánaðar vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, NATO, og svo rúmlega 60 kanadískra hermanna sem eru á landinu vegna kafbátaeftirlits. Auk þess sinna 168 liðsmenn bandaríska sjóhersins eftirliti með kafbátum.

Þá hefur danski herinn einnig verið með ellefu hermenn hér á landi síðustu vikur vegna reglubundinnar skoðunar á þyrlu sem fylgir dönskum herskipum við Grænland.

Áður hefur verið greint frá því að vegna sóttvarnareglna séu hermennirnir lengur á landinu en annars hefði verið, en allir þurfa hermennirnir að fara í tveggja daga vinnusóttkví, auk hefðbundinnar landamæraskimunar. Þá voru þeir einnig í hálfs mánaðar sóttkví í sínu heimalandi, áður en þeir komu hingað til lands.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að tilviljun ráði því að verkefnin eigi sér öll stað hér á landi á sama tíma.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands

Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar.

Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki

Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.