Endurtekin sóttkví barna áhyggjuefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:31 Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira