Innlent

Lita­kóðarnir kynntir innan tveggja vikna

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að innleiðingarferlið sé hafið.
Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að innleiðingarferlið sé hafið. Vísir/Vilhelm

Yfirvöld hafa hafið innleiðingarferli við að koma á sérstöku litakóðakerfi sem ætlað er að gefa upplýsingar um hættuna vegna kórónuveirunnar á hverjum tíma. Er þar horft til litakóða sem eigi að gefa til kynna hættustig.

Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir að verið sé að kynna kerfið þar til bærum aðilum og að reiknað sé með að það verði kynnt almenningi eftir tíu til fjórtán daga.

Einhver töf virðist hafa orðið við að koma á kerfinu, en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundi þann 14. september síðastliðinn að hann vonaðist til að hægt yrði að kynna kerfið til leiks í lok þeirrar viku eða byrjun þeirrar næstu.

Víðir nefndi þá að þar hefði verið horft til Veðurstofunnar og það viðvaranakerfi sem þar er. Þekkja landsmenn orðið það mjög vel þegar gefnar eru úr gular, appelsínugular eða þá rauðar viðvaranir.

Þann 20. ágúst hafði Víðir einnig minnst á að litakóðakerfi væri til skoðunar sem gæti þá verið viðbragð við því kalli að skapa fyrirsjáanleika í viðbrögðum hins opinbera við kórónuveirufaldrinum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.