Fótbolti

Leyfa ekki fleiri en 500 á­horf­endur í Dan­mörku og fé­lögin allt annað en sátt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn FCK, sumir hverjir með grímu, fengu leyfi að mæta á leik liðsins gegn Bröndby á dögunum.
Stuðningsmenn FCK, sumir hverjir með grímu, fengu leyfi að mæta á leik liðsins gegn Bröndby á dögunum. Lars Ronbog/FrontZoneSport/Getty Images

Menntamálaráðherra Danmerkur, Joy Mogensen, segir að ekkert verður af því að fleiri en 500 fái að mæta á leiki í Danmörku á næstunni. Það sé ekki hægt vegna heilsusjónarmiða.

Þetta segir hún í samtali við danska fjölmiðla í dag en dönsku félögin í samráði við úrvalsdeildarsambandið þar í landi settu af stað herferð í síðustu viku þar sem þeir óskuðu eftir því að fá fleira fólk á völlinn.

Mogensen hefur þó sagt að það sé ekki hægt. Heilsusjónarmið komi í veg fyrir það og áhættan fyrir því að dreifing kórónuveirunnar geti margfaldast innan stærri hópa sé of stór.

FCK hafði m.a. boðið stjórnmálamönnum á völlinn á sunnudaginn er liðið mætti AaB í Parken. Nokkrir stjórnmálamenn mættu en þar var enginn frá ríkisstjórninni og það vakti mikla reiði innan félagsins.

Nú hefur hún tekið ákvörðun um þetta og fær skammir í hattinn m.a. frá Jes Mortensen, fjölmiðlafulltrúa FCK. Þar segir hann að menntamálaráðherrann hafi tekið ákvörðun um eitthvað sem hún hafi ekki einu sinni kannað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.