Innlent

Snarpur eftirskjálfti fannst í höfuðborginni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margir jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi nú síðdegis.
Margir jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi nú síðdegis. Skjáskot/veðurstofa íslands

Nokkuð snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 15:32. Endanleg stærð skjálftans liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið um 4 að stærð, samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofu Íslands.

Upptök skjálftans voru við Fagradalsfjall, skammt frá upptökum stóra jarðskjálftans sem varð á öðrum tímanum í dag. Sá skjálfti mældist 5,6 að stærð og er einn sá stærsti á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. 

Jarðskjálftar hafa haldið áfram að finnast á suðvesturhorninu nú síðdegis í kjölfar stóra skjálftans. Nokkrir þeirra hafa mælst yfir 3 að stærð, samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar.

Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við Vísi á þriðja tímanum að eftirskjálftar hefðu þegar verið orðnir um fimmtíu. Fleiri hafa mælst síðan þá. Búast má við frekari skjálftavirkni á svæðinu í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×