Frakkar eiga flesta leikmenn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þetta varð ljóst eftir að öll liðin höfðu skilað inn leikmannalistum sínum.
Frakkar eru aðeins þremur leikmönnum frá því að vera með hundrað leikmenn í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
97 Frakkar eru skráðir til leiks í Meistaradeildinni og eru það 23 fleiri leikmenn en þjóðin með næstflesta leikmenn sem er Spánn.
Athygli vekur að það eru þrefalt fleiri Frakkar en Englendingar í Meistaradeildinni og Danir eru aðeins einum leikmanni frá því að eiga jafnmargra leikmenn í Meistaradeildinni og Englendingar.
30 enskir leikmenn eru skráðir til leiks en 29 Danir. Danir eru tíunda sæti yfir þær þjóðir sem eiga flesta leikmenn skráða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár.
Alls eru 949 leikmenn skráðir til leiks þar af hafa 469 þeirra spilað í Meistaradeildinni áður.
Ísland á tvo af þessum leikmönnum. Ögmundur Kristinsson er markvörður Olympiakos frá Grikklandi og Mikael Neville Anderson spilar með danska félaginu Midtjylland.
Mañana empieza la Champions League 2020-21 con 949 jugadores inscritos (469 de ellos con experiencia previa en el torneo) para disputar la fase de grupos. Estas serán las nacionalidades más representadas:
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 19, 2020
97
74
70
64
61
57
55
50
30
29
27
24
Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni.