Fótbolti

Næstum því jafnmargir Danir og Englendingar í Meistaradeildinni í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen er einn af mörgum Dönum í Meistaradeildinni.
Christian Eriksen er einn af mörgum Dönum í Meistaradeildinni. Getty/Gaston Szerman

Frakkar eiga flesta leikmenn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þetta varð ljóst eftir að öll liðin höfðu skilað inn leikmannalistum sínum.

Frakkar eru aðeins þremur leikmönnum frá því að vera með hundrað leikmenn í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

97 Frakkar eru skráðir til leiks í Meistaradeildinni og eru það 23 fleiri leikmenn en þjóðin með næstflesta leikmenn sem er Spánn.

Athygli vekur að það eru þrefalt fleiri Frakkar en Englendingar í Meistaradeildinni og Danir eru aðeins einum leikmanni frá því að eiga jafnmargra leikmenn í Meistaradeildinni og Englendingar.

30 enskir leikmenn eru skráðir til leiks en 29 Danir. Danir eru tíunda sæti yfir þær þjóðir sem eiga flesta leikmenn skráða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár.

Alls eru 949 leikmenn skráðir til leiks þar af hafa 469 þeirra spilað í Meistaradeildinni áður.

Ísland á tvo af þessum leikmönnum. Ögmundur Kristinsson er markvörður Olympiakos frá Grikklandi og Mikael Neville Anderson spilar með danska félaginu Midtjylland.

Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×