Innlent

Hljóp úr pontu Alþingis við skjálftann

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var að flytja ræðu og hljóp úr pontu þegar sjálftinn reið yfir.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var að flytja ræðu og hljóp úr pontu þegar sjálftinn reið yfir.

Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu.

Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá.

Klippa: Allt lék á reiðiskjálfi á Alþingi í ræðu Helga Hrafns

Helgi Hrafn brást skjótt við þegar skjálftinn reið yfir og hljóp úr pontu. Forseti Alþingis bað viðstadda hins vegar um að sitja rólega en sagði ljóst að skjálftinn hefði verið kraftmikill. „Þetta var alvöru,“ sagði Steingrímur.

Því næst sagði hann nauðsynlegt að kanna hvort allt virkaði og ákveðið var að fresta þingfundi í þrjú korter.

Katrín í beinni

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í viðtali við Washington Post þegar skjálftinn reið yfir og brá nokkuð líkt og sjá má í spilaranum hér að neðan. Hún útskýrði uppákomuna fyrir fréttamanni og sagði: „Well this is Iceland“ eða „Þetta er Ísland“.

Klippa: Katrín Jakobsdóttir í viðtali á meðan jarðskjálfti ríður yfir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.