Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2020 20:42 Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag. Breikkun úr tveimur akreinum í fjórar er á lokametrunum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. Mestu munar um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Breikkun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ er einn af þessum köflum en verkefnin þrjú eiga það sammerkt að þau eru öll unnin rösklega. Þannig eru aðeins liðnir fimm mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, fyrirtækið Loftorku, um að breikka 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Fá Vesturlandsvegi við Lágafell í Mosfellsbæ.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Reiknað er með að allar fjórar akreinar, með aðskildum akstursstefnum, verði komnar í notkun eftir tvær vikur eða svo, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. desember. Það eru einnig aðeins fimm mánuðir frá því Vegagerðin skrifaði upp á 402 milljóna króna verksamning við Óskatak um að breikka Suðurlandsveg norðan Rauðavatns, á 1.400 metra kafla næst Vesturlandsvegi. Þar er einnig verið að lengja undirgöng við Krókháls. Þessu verki lýkur í byrjun desember. Frá Suðurlandsvegi norðan Rauðavatns. Brúin fremst tengir Bæjarháls og Hádegismóa.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurgatnamótanna, er einnig á lokametrunum og umferð að hluta komin á báðar akreinar. Þar hljóðar verksamningur upp á 2,1 milljarð króna. Verktakinn Ístak hófst handa í maí í fyrra, fyrir sautján mánuðum, og er stefnt að formlegri opnun um miðjan nóvember. Það er kannski fátt jákvætt hægt að segja um covid. Og þó: Vegna faraldursins hafa umferðartafir verið mun minni en búast hefði mátt við vegna framkvæmdanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. Mestu munar um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Breikkun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ er einn af þessum köflum en verkefnin þrjú eiga það sammerkt að þau eru öll unnin rösklega. Þannig eru aðeins liðnir fimm mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, fyrirtækið Loftorku, um að breikka 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Fá Vesturlandsvegi við Lágafell í Mosfellsbæ.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Reiknað er með að allar fjórar akreinar, með aðskildum akstursstefnum, verði komnar í notkun eftir tvær vikur eða svo, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. desember. Það eru einnig aðeins fimm mánuðir frá því Vegagerðin skrifaði upp á 402 milljóna króna verksamning við Óskatak um að breikka Suðurlandsveg norðan Rauðavatns, á 1.400 metra kafla næst Vesturlandsvegi. Þar er einnig verið að lengja undirgöng við Krókháls. Þessu verki lýkur í byrjun desember. Frá Suðurlandsvegi norðan Rauðavatns. Brúin fremst tengir Bæjarháls og Hádegismóa.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurgatnamótanna, er einnig á lokametrunum og umferð að hluta komin á báðar akreinar. Þar hljóðar verksamningur upp á 2,1 milljarð króna. Verktakinn Ístak hófst handa í maí í fyrra, fyrir sautján mánuðum, og er stefnt að formlegri opnun um miðjan nóvember. Það er kannski fátt jákvætt hægt að segja um covid. Og þó: Vegna faraldursins hafa umferðartafir verið mun minni en búast hefði mátt við vegna framkvæmdanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57