Staða vímuefnaneytenda það slæm að skelfilegt ástand í íbúðinni kom lítið á óvart Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2020 19:00 Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira