Krísa í Kaupmannahöfn Anton Ingi Leifsson skrifar 20. október 2020 07:30 Það gengur ekki né rekur hjá Ragnari Sigurðssyni og félögum í FCK. Ragnar var ekki með í gær vegna meiðsla er liðið tapaði 2-1 fyrir AaB á heimavelli. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images) Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. Það hefur mikið gengið á hjá danska liðinu undanfarnar vikur. Liðið náði öðru sætinu á síðustu leiktíð með herkjum, var langt á eftir meisturunum í FC Midtjylland en gengið í Evrópudeildinni vakti ánægju. Þar náði liðið alla leið í átta úrslit keppninnar þar sem þeir duttu út fyrir enska stórliðinu Manchester United í framlengdum leik. Með smá heppni hefði liðið getað slegið út Englendingana og menn horfðu bjartsýnisaugum á næstu leiktíð. Slaka gengið í deildinni hélt hins vegar bara áfram í upphafi þessara leiktíðar. Tap gegn OB í fyrsta leik deildarinnnar, tap gegn grönnunum í Bröndby og 2-2 jafntefli gegn nýliðum Vejle eftir að hafa verið 2-0 yfir urðu til þess að stjóranum Ståle Solbakken var sparkað. Det kom også som en overraskelse for CV, da Ståle Solbakken blev fyret. Han tager dog hatten af for træneren med den store personlighed #sldk— Canal9 (@Canal9dk) October 16, 2020 Ståle er goðsögn hjá danska liðinu. Hann þjálfaði liðið fyrst frá 2006 til 2011 áður en hann kvaddi og tók við FC Köln. Eftir veru í Þýskalandi og í Englandi hjá Wolves þá mætti hann aftur til höfuðstaðs Danmerkur árið 2013 og hafði verið þar síðan. Fyrir níu dögum síðan kom hins vegar stóri dómur: FCK hafði ákveðið að reka Ståle Solbakken úr starfi. Ástæðan væri slakur árangur árið 2020 og að liðið þyrfti nýtt blóð til þess að koma þessu stjörnum prýdda liði aftur á beinu brautina. Ekki var annar stjóri klár og því er það þjálfari Hákons Arnars Haraldssonar og félaga í U19-ára liði FCK sem stýrir nú liðinu. Hjalte Bo Nørregaard stýrði liðinu í gær og það gekk ekki vel því liðið tapaði sanngjarnt 2-1 fyrir AaB á heimavelli. Það er alvöru krísa í Kaupmannahöfn. Nicolai Boilesen hefur upplifað það betra í FCK tíð sinni.Jan Christensen / FrontzoneSport/Gett Images) Mikið kurr virðist vera í herbúðum danska liðsins. Sögusagnir hafa verið um klíkuskap innan leikmannahópsins sem leikmenn hafa þó blásið á en viðtal við William Kvist, nú yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, vakti mikla athygli í gær. Þar var Kvist spurður út í afhverju Ståle hafði verið rekinn og hann svaraði afar einfalt: „Hefurðu ekki séð neinn leik á árinu 2020?“ Danskir netverjar settu spurningarmerki við viðtalið og kaffið sem Kvist var að drekka í viðtalinu. Töluðu um hrokafullann Kvist. Tøfting revser William Kvist: Han står og drikker kaffe midt i det hele #sldk https://t.co/MZdGq61Nmw— tipsbladet.dk (@tipsbladet) October 19, 2020 Í 3-2 sigrinum gegn Nordsjælland fyrir hálfum mánuði, sem var síðasti leikur Ståle, komu fimm bakverðir við sögu. Nicolai Boilesen og Peter Ankersen byrjuðu inn á og þeir Karlo Bartolec, Pierre Bengtsson og Bryan Oviedo komu allir inn af bekknum. Menn hafa sett spurningarmerki við samsetningu hópsins og vilja annan mann til þess að stýra því en Ståle hafði bæði verið þjálfari og sá sem stýrði leikmannakaupunum. FCK er danskt stórveldi sem er í níunda sæti danska boltans, átta stigum á eftir grönnunum í Brøndby sem eru á toppnum, og það er ljóst að nýjum stjóra bíður vandasamt verkefni með Ragnar Sigurðsson og félaga. FCK stefnir á titilinn og ekkert annað. Fyrir mánuði síðan var Hjalte Bo „bara“ þjálfari U19 ára liðs FCK en nú er hann kominn með alla prsesuna á sig sem þjálfari aðalliðs félagsins.Jan Eliassen/Getty Images Danski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. Það hefur mikið gengið á hjá danska liðinu undanfarnar vikur. Liðið náði öðru sætinu á síðustu leiktíð með herkjum, var langt á eftir meisturunum í FC Midtjylland en gengið í Evrópudeildinni vakti ánægju. Þar náði liðið alla leið í átta úrslit keppninnar þar sem þeir duttu út fyrir enska stórliðinu Manchester United í framlengdum leik. Með smá heppni hefði liðið getað slegið út Englendingana og menn horfðu bjartsýnisaugum á næstu leiktíð. Slaka gengið í deildinni hélt hins vegar bara áfram í upphafi þessara leiktíðar. Tap gegn OB í fyrsta leik deildarinnnar, tap gegn grönnunum í Bröndby og 2-2 jafntefli gegn nýliðum Vejle eftir að hafa verið 2-0 yfir urðu til þess að stjóranum Ståle Solbakken var sparkað. Det kom også som en overraskelse for CV, da Ståle Solbakken blev fyret. Han tager dog hatten af for træneren med den store personlighed #sldk— Canal9 (@Canal9dk) October 16, 2020 Ståle er goðsögn hjá danska liðinu. Hann þjálfaði liðið fyrst frá 2006 til 2011 áður en hann kvaddi og tók við FC Köln. Eftir veru í Þýskalandi og í Englandi hjá Wolves þá mætti hann aftur til höfuðstaðs Danmerkur árið 2013 og hafði verið þar síðan. Fyrir níu dögum síðan kom hins vegar stóri dómur: FCK hafði ákveðið að reka Ståle Solbakken úr starfi. Ástæðan væri slakur árangur árið 2020 og að liðið þyrfti nýtt blóð til þess að koma þessu stjörnum prýdda liði aftur á beinu brautina. Ekki var annar stjóri klár og því er það þjálfari Hákons Arnars Haraldssonar og félaga í U19-ára liði FCK sem stýrir nú liðinu. Hjalte Bo Nørregaard stýrði liðinu í gær og það gekk ekki vel því liðið tapaði sanngjarnt 2-1 fyrir AaB á heimavelli. Það er alvöru krísa í Kaupmannahöfn. Nicolai Boilesen hefur upplifað það betra í FCK tíð sinni.Jan Christensen / FrontzoneSport/Gett Images) Mikið kurr virðist vera í herbúðum danska liðsins. Sögusagnir hafa verið um klíkuskap innan leikmannahópsins sem leikmenn hafa þó blásið á en viðtal við William Kvist, nú yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, vakti mikla athygli í gær. Þar var Kvist spurður út í afhverju Ståle hafði verið rekinn og hann svaraði afar einfalt: „Hefurðu ekki séð neinn leik á árinu 2020?“ Danskir netverjar settu spurningarmerki við viðtalið og kaffið sem Kvist var að drekka í viðtalinu. Töluðu um hrokafullann Kvist. Tøfting revser William Kvist: Han står og drikker kaffe midt i det hele #sldk https://t.co/MZdGq61Nmw— tipsbladet.dk (@tipsbladet) October 19, 2020 Í 3-2 sigrinum gegn Nordsjælland fyrir hálfum mánuði, sem var síðasti leikur Ståle, komu fimm bakverðir við sögu. Nicolai Boilesen og Peter Ankersen byrjuðu inn á og þeir Karlo Bartolec, Pierre Bengtsson og Bryan Oviedo komu allir inn af bekknum. Menn hafa sett spurningarmerki við samsetningu hópsins og vilja annan mann til þess að stýra því en Ståle hafði bæði verið þjálfari og sá sem stýrði leikmannakaupunum. FCK er danskt stórveldi sem er í níunda sæti danska boltans, átta stigum á eftir grönnunum í Brøndby sem eru á toppnum, og það er ljóst að nýjum stjóra bíður vandasamt verkefni með Ragnar Sigurðsson og félaga. FCK stefnir á titilinn og ekkert annað. Fyrir mánuði síðan var Hjalte Bo „bara“ þjálfari U19 ára liðs FCK en nú er hann kominn með alla prsesuna á sig sem þjálfari aðalliðs félagsins.Jan Eliassen/Getty Images
Danski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30
Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann