Innlent

Opna Dýrafjarðargöng um helgina

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá framkvæmdum við Dýrafjarðargöng.
Frá framkvæmdum við Dýrafjarðargöng. Vísir/Vilhelm

Dýrafjarðargöng verða opnuð á sunnudag, rúmlega þremur árum eftir að framkvæmdir hófust. Með göngunum styttist Vestfjarðavegur um 27,4 kílómetra. Opnunin verður með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins.

Vegurinn upp að nýju göngunum verður opnaður að morgni sunnudagsins 25. október áður en þau verða formlega opnuð, að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Stutt athöfn fer fram í húsnæði Vegagerðarinnar í Reykjavík þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, flytur ræðu sem verður útvarpað í bíla sem bíða þess að aka göngin í fyrsta sinn. Hún hefst klukkan 14:00.

Göngin koma í staðinn fyrir veg yfir Hrafnseyrarheiði sem Vegagerðin segir hafa verið einn helsta farartálmann milli byggða á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.

Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust í júlí árið 2017. Göngin sjálf eru 5,6 kílómetra löng. Vegagerðin segir að veglegri opnunarviðburður verði haldinn með rísandi sól þegar aðstæður í þjóðfélaginu leyfa.


Tengdar fréttir

Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum

Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020. En hvenær rennur stóri dagurinn upp?

Styttist í opnun Dýrafjarðarganga

Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október. Þau leysa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×