Fótbolti

Viðar Örn skoraði tvennu í sannfærandi sigri á Viðari Ara og félögum

Ísak Hallmundarson skrifar
Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum í dag.
Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum í dag. getty/Quality Sport Images

Viðar Örn Kjartansson átti stórkostlegan leik í kvöld fyrir Valerenga í 3-0 sigri á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord og spilaði 56 mínútur.

Viðar Örn skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og kom Valerenga yfir. Staðan í hálfleik var 1-0 en í upphafi síðari hálfleiks fékk Valerenga vítaspyrnu sem Viðar Örn tók. Viðar misnotaði spyrnuna að þessu sinni en bætti upp fyrir mistökin tuttugu mínútum síðar þegar hann skoraði annað mark Valerenga.

Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður fyrir Viðar á 80. mínútu og á 87. mínútu skoraði Aron Donnum þriðja mark Valerenga og innsiglaði þar með sigurinn.

Valerenga er nú í 4. sæti með 38 stig en Sandefjord í 13. sæti með 23 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.