Lífið

Sjáðu magnaðan flutning Magna á laginu Heroes

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Magni söng lagið Heroes í þættinum Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 
Magni söng lagið Heroes í þættinum Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.  Skjáskot

Það var var glatt á hjalla og mikil stemmning þetta föstudagskvöldið í þættinum Í kvöld er gigg. Gestir þáttarins að þessu sinni voru engir aðrir en stórsöngvararnir og gleðitríóið þeir Matti Matt, Magni Ásgeirs og Jónsi í svörtum fötum. 

Fyrir þá sem misstu af þættinum í kvöld  þá er hægt að nálgast fyrstu fimm þættina af Í kvöld er gigg á Stöð 2 maraþon. 

Á milli brandara og hlátraskalla skiptust þeir félagar spila sín uppáhalds lög. Það er óhætt að segja að mikil stemmning hafi verið í salnum og greinilegt að hér voru vanir menn á ferð. 

Hér fyrir neðan má sjá Magna flytja lag sem á svo sannarlega vel við á þessum tímum, lagið Heroes eftir David Bowie. 


Tengdar fréttir

Draumaprins Röggu Gísla

Síðasta föstudagskvöld heillaði Ragga Gísla landann upp úr skónum með einstökum sjarma sínum í þættinum Í kvöld er gigg. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.