„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2020 21:00 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira