Fótbolti

Juventus missteig sig gegn nýliðunum

AS Roma v Juventus - Serie A
Getty/Silvia Lore

Ítalíumeistarar Juventus gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Crotone í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Heimamenn í Crotone komust yfir á 12. mínútu með marki úr vítaspyrnu en spánverjinn Alvaro Morata jafnaði fyrir Juventus á 21. mínútu. Federico Chiesa í liði Juventus fékk síðan rautt spjald á 60. mínútu og meistararnir spiluðu því síðasta hálftímann manni færri.

Manni færri tókst þeim að skora á 76. mínútu en mark Alvaro Morata var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Juventus tókst ekki að brjóta upp þétta vörn nýliðanna og lokatölur óvænt 1-1 jafntefli.

Eftir leikinn er Juventus í fjórða sæti með átta stig úr fjórum leikjum en þetta var fyrsta stig nýliða Crotone sem eru í 18. sæti með eitt stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.