Innlent

Lést af völdum Covid-19 á Landspítala

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þetta er fyrsta andlátið af völdum Covid-19 í bylgju faraldursins sem gengur nú yfir.
Þetta er fyrsta andlátið af völdum Covid-19 í bylgju faraldursins sem gengur nú yfir.

Einn sjúklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. Spítalinn vottar fjölskyldu hans samúð, að því er segir í tilkynningu. Ekki kemur þar fram á hvaða aldri sjúklingurinn var eða hversu lengi hann hafði legið inni á spítalanum.

Þetta er ellefta andlátið af völdum Covid-19 hér á landi en það fyrsta í bylgjunni sem nú gengur yfir. Tíu létust í fyrstu bylgju faraldursins í vor. 

Uppfært klukkan 12:03

Um var að ræða aldraða konu en hún var ekki á gjörgæslu þegar hún lést, að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á smitsjúkdómadeild Landspítalans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×