Innlent

Fjögur ung­menni flutt á sjúkra­hús eftir bíl­veltu í Eyja­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Bílveltan varð á malarkafla á Hólavegi, innarlega í Eyjafirði.
Bílveltan varð á malarkafla á Hólavegi, innarlega í Eyjafirði. Vísir/Vilhelm

Fjögur ungmenni voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á malarkafla á Hólavegi, innarlega í Eyjafirði, skömmu eftir miðnætti.

Mbl greinir frá þessu og segir að um hafi verið að ræða tvær stúlkur og tvo drengi á aldrinum sextán til sautján ára.

Er haft eftir lögreglu að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum. Ekkert ungmennanna hafi þó virst alvarlega slasað.

Fréttin hefur verið uppfærð. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.