Þóttist ætla að kaupa vændi af kærustunni en réðst svo á hana með hótunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 13:28 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Óttar Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, hótanir og brot á blygðunarsemi gegn fyrrverandi kærustu sinni árið 2017. Brotin áttu sér stað í bíl og náðust að stórum hluta á hljóðupptöku. Óttar, sem er með nokkra líkamsárásardóma á bakinu, bar því við að hann hefði komist í uppnám er hann frétti að konan hefði stundað vændi og fundist hann svikinn. Konan lýsti því að fyrir bíltúrinn hefði Óttar haft samband við hana í gegnum Facebook undir fölsku nafni og þóst ætla að kaupa af henni vændi. „Skítuga fokking mellan þín“ Óttar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 ráðist að þáverandi kærustu sinni í bíl skammt utan Reykjavíkur. Hann hafi beitt hana ofbeldi, hótunum, stórfelldum ærumeiðingum og sært blygðunarsemi hennar. Óttar var m.a. ákærður fyrir að hóta konunni að „fokking drepa“ hana ef hún hætti ekki að ljúga. Þá hafi hann hótað henni að hann skyldi keyra hana heim og svo hratt að hún „drepist, afskræmist, svo þú verðir öll ógeðslega afskræmd“. Þá var hann ákærður fyrir að særa blygðunarsemi konunnar, móðga hana og smána með ummælum sínum, þar sem hann kallaði hana ítrekað „mellu“ og „hóru“, þar af eftirfarandi ummæli: „[...] það er allavega ekki nógu erfitt fyrir þig að opna fokking kuntuna og láta ríða þér skítuga fokking mellan þín. Ekki koma við mig þú ert ógeðsleg [...]“ Allt hafi þetta verið til þess fallið að ógna lífi, heilsu og velferð konunnar á alvarlegan hátt, að því er fram kemur í ákæru. Óttar var einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslu sinni í ágúst árið 2017 kókaín, hnúajárn með áföstu hnífsblaði, öxi og fimm kaststjörnur. Óttar neitaði sök. Árás á Spáni og í bíltúr heima á Íslandi Konan lagði fram ákæru á hendur Óttari í ágúst 2017 vegna kynferðisbrots, að því er rakið er í dómi. Hún lýsti því að þau hefðu kynnst á Facebook árið áður og þau byrjað fljótlega saman í kjölfarið. Konan kvaðst hafa stundað vændi áður en til sambandsins kom og farið aftur að stunda það eftir að þau byrjuðu saman. Hafi henni þá liðið mjög illa í sambandinu með Óttari en þá hafi hann verið að halda fram hjá henni. Hún lýsti því að Óttar hefði komist að þessu í ferð þeirra til Spánar í mars árið 2017. Þar hefði hann fyrst beitt sig ofbeldi. Þegar heim var komið hafi Óttar svo búið til falskan aðgang að Facebook, haft samband við hana og óskað eftir vændi gegn greiðslu, sem hún hafi samþykkt. Konan sagði að Óttar hefði fyrst ráðist á sig í ferð þeirra til Barcelona á Spáni árið 2017.Vísir/getty Síðan hafi Óttar haft samband, þá undir sínu rétta nafni, og boðið henni í bíltúr. Í bíltúrnum hafi hann stöðugt slegið hana og haldið í hana svo hún gæti ekki komist undan. Eftir páska þetta sama ár lýsti konan því að Óttar hefði aftur veist að henni, aftur í bíl, þar sem hann hafi m.a. slegið hana hnefahögg og ítrekað sagt að hún væri „skítug hóra og ætti að drepa sig“. Á meðal gagna málsins eru gögn frá lögregluyfirvöldum á Spáni frá því í mars 2017. Þar kemur fram að sjónarvottur hafi horft upp á hvernig karlmaður barði konu og togaði í hár hennar, auk þess sem lögreglumenn sáu til hans beita hana ofbeldi. Málið hafi verið lagt fyrir dómstól. Þá liggur einnig fyrir upptaka af samskiptum milli konunnar og Óttars í öðrum bíltúrnum, ríflega 22 mínútur að lengd. Þar heyrist hann bera fram ásakanir og hótanir í garð konunnar vegna vændisins sem hún hafði viðurkennt að hafa stundað. Rakið er í dómi að konan heyrist ítrekað hljóða upp og gráta í upptökunni. Þá kemur fram í vottorðum Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, að konan hafi komið þangað í fyrsta viðtal í mars 2017 og fór að endingu í samtals 84 viðtöl. Hún uppfylli greiningarskilyrði fyrir þunglyndi og kvíða. Hún óttist stöðugt um líf sitt vegna nektarmynda sem hana grunaði að Óttar hafi birt af henni og ótta við frekari myndbirtingar, hótanir og árásir af hans hendi. Fannst hann svikinn Óttar kvaðst fyrir dómi hafa fengið upplýsingar um að konan stundaði vændi. Hann viðurkenndi að hafa viðhaft þau ummæli sem honum voru gefin að sök í ákæru. Engin meining hafi þó legið að baki þessum ummælum. Á þessum tímapunkti hafi hann nýlega verið búinn að frétta að brotaþoli væri vændiskona, komist í mikið uppnám og fundist hann vera svikinn. Engu máli skipti að konan hefði stundað vændi Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að enginn vafi væri á því að Óttar hefði veist með offorsi að konunni og hótað henni ítrekað lífláti og líkamsmeiðingum. Hann hefði talað mjög niðrandi til hennar, smánað hana og móðgað. Þá taldi dómurinn sannað að með ummælunum sem Óttar var ákærður fyrir hefði hann gerst sekur um hótanir og að hafa sært blygðunarsemi konunnar. Engu máli skipti í því samhengi að konan hefði stundað vændi um einhvern tíma. Óttar á að baki talsverðan sakaferil. Hann var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás árið 1997, hlaut annan líkamsárásardóm árið 2007 og svo var hann loks dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hæstarétti árið 2013. Honum var veitt reynslulausn árið 2016 en braut hana með brotinu sem nú er til umfjöllunar. Óttar var að endingu dæmdur í tveggja ára fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Þá voru gerðir upptækir þeir munir sem fundust á heimili hans við húsleit, þ.m.t. kókaín, hnúajárn, kaststjörnur og önnur fíkniefni. Þá þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjandi síns og þóknun réttargæslumanna konunnar, alls um þrjár milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Óttar Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, hótanir og brot á blygðunarsemi gegn fyrrverandi kærustu sinni árið 2017. Brotin áttu sér stað í bíl og náðust að stórum hluta á hljóðupptöku. Óttar, sem er með nokkra líkamsárásardóma á bakinu, bar því við að hann hefði komist í uppnám er hann frétti að konan hefði stundað vændi og fundist hann svikinn. Konan lýsti því að fyrir bíltúrinn hefði Óttar haft samband við hana í gegnum Facebook undir fölsku nafni og þóst ætla að kaupa af henni vændi. „Skítuga fokking mellan þín“ Óttar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 ráðist að þáverandi kærustu sinni í bíl skammt utan Reykjavíkur. Hann hafi beitt hana ofbeldi, hótunum, stórfelldum ærumeiðingum og sært blygðunarsemi hennar. Óttar var m.a. ákærður fyrir að hóta konunni að „fokking drepa“ hana ef hún hætti ekki að ljúga. Þá hafi hann hótað henni að hann skyldi keyra hana heim og svo hratt að hún „drepist, afskræmist, svo þú verðir öll ógeðslega afskræmd“. Þá var hann ákærður fyrir að særa blygðunarsemi konunnar, móðga hana og smána með ummælum sínum, þar sem hann kallaði hana ítrekað „mellu“ og „hóru“, þar af eftirfarandi ummæli: „[...] það er allavega ekki nógu erfitt fyrir þig að opna fokking kuntuna og láta ríða þér skítuga fokking mellan þín. Ekki koma við mig þú ert ógeðsleg [...]“ Allt hafi þetta verið til þess fallið að ógna lífi, heilsu og velferð konunnar á alvarlegan hátt, að því er fram kemur í ákæru. Óttar var einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslu sinni í ágúst árið 2017 kókaín, hnúajárn með áföstu hnífsblaði, öxi og fimm kaststjörnur. Óttar neitaði sök. Árás á Spáni og í bíltúr heima á Íslandi Konan lagði fram ákæru á hendur Óttari í ágúst 2017 vegna kynferðisbrots, að því er rakið er í dómi. Hún lýsti því að þau hefðu kynnst á Facebook árið áður og þau byrjað fljótlega saman í kjölfarið. Konan kvaðst hafa stundað vændi áður en til sambandsins kom og farið aftur að stunda það eftir að þau byrjuðu saman. Hafi henni þá liðið mjög illa í sambandinu með Óttari en þá hafi hann verið að halda fram hjá henni. Hún lýsti því að Óttar hefði komist að þessu í ferð þeirra til Spánar í mars árið 2017. Þar hefði hann fyrst beitt sig ofbeldi. Þegar heim var komið hafi Óttar svo búið til falskan aðgang að Facebook, haft samband við hana og óskað eftir vændi gegn greiðslu, sem hún hafi samþykkt. Konan sagði að Óttar hefði fyrst ráðist á sig í ferð þeirra til Barcelona á Spáni árið 2017.Vísir/getty Síðan hafi Óttar haft samband, þá undir sínu rétta nafni, og boðið henni í bíltúr. Í bíltúrnum hafi hann stöðugt slegið hana og haldið í hana svo hún gæti ekki komist undan. Eftir páska þetta sama ár lýsti konan því að Óttar hefði aftur veist að henni, aftur í bíl, þar sem hann hafi m.a. slegið hana hnefahögg og ítrekað sagt að hún væri „skítug hóra og ætti að drepa sig“. Á meðal gagna málsins eru gögn frá lögregluyfirvöldum á Spáni frá því í mars 2017. Þar kemur fram að sjónarvottur hafi horft upp á hvernig karlmaður barði konu og togaði í hár hennar, auk þess sem lögreglumenn sáu til hans beita hana ofbeldi. Málið hafi verið lagt fyrir dómstól. Þá liggur einnig fyrir upptaka af samskiptum milli konunnar og Óttars í öðrum bíltúrnum, ríflega 22 mínútur að lengd. Þar heyrist hann bera fram ásakanir og hótanir í garð konunnar vegna vændisins sem hún hafði viðurkennt að hafa stundað. Rakið er í dómi að konan heyrist ítrekað hljóða upp og gráta í upptökunni. Þá kemur fram í vottorðum Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, að konan hafi komið þangað í fyrsta viðtal í mars 2017 og fór að endingu í samtals 84 viðtöl. Hún uppfylli greiningarskilyrði fyrir þunglyndi og kvíða. Hún óttist stöðugt um líf sitt vegna nektarmynda sem hana grunaði að Óttar hafi birt af henni og ótta við frekari myndbirtingar, hótanir og árásir af hans hendi. Fannst hann svikinn Óttar kvaðst fyrir dómi hafa fengið upplýsingar um að konan stundaði vændi. Hann viðurkenndi að hafa viðhaft þau ummæli sem honum voru gefin að sök í ákæru. Engin meining hafi þó legið að baki þessum ummælum. Á þessum tímapunkti hafi hann nýlega verið búinn að frétta að brotaþoli væri vændiskona, komist í mikið uppnám og fundist hann vera svikinn. Engu máli skipti að konan hefði stundað vændi Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að enginn vafi væri á því að Óttar hefði veist með offorsi að konunni og hótað henni ítrekað lífláti og líkamsmeiðingum. Hann hefði talað mjög niðrandi til hennar, smánað hana og móðgað. Þá taldi dómurinn sannað að með ummælunum sem Óttar var ákærður fyrir hefði hann gerst sekur um hótanir og að hafa sært blygðunarsemi konunnar. Engu máli skipti í því samhengi að konan hefði stundað vændi um einhvern tíma. Óttar á að baki talsverðan sakaferil. Hann var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás árið 1997, hlaut annan líkamsárásardóm árið 2007 og svo var hann loks dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hæstarétti árið 2013. Honum var veitt reynslulausn árið 2016 en braut hana með brotinu sem nú er til umfjöllunar. Óttar var að endingu dæmdur í tveggja ára fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Þá voru gerðir upptækir þeir munir sem fundust á heimili hans við húsleit, þ.m.t. kókaín, hnúajárn, kaststjörnur og önnur fíkniefni. Þá þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjandi síns og þóknun réttargæslumanna konunnar, alls um þrjár milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira