Spilar á miðjunni með fyrirmyndinni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 12:31 Alexandra Jóhannsdóttir í leiknum gegn Lettlandi í síðasta mánuði. Hún skoraði eitt marka Íslands í 9-0 sigri. vísir/vilhelm Alexandra Jóhannsdóttir hefur stimplað sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á undanförnum mánuðum. Hún byrjaði báða leikina í síðustu landsleikjahrinu, gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM, og lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum. Alexandra skoraði eitt mark í 9-0 sigrinum á Lettum og lék svo vel í 1-1 jafnteflinu við Svía, bronslið síðasta heimsmeistaramóts. Alexandra var gestur Pepsi Max marka kvenna í fyrradag ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni. Þegar Helena Ólafsdóttir spurði Alexöndru hver fyrirmynd hennar væri stóð ekki á svari hjá henni. „Sara Björk [Gunnarsdóttir] sem spilar með mér á miðjunni,“ sagði Alexandra. Líkt og Sara kemur Alexandra úr Haukum og líkt og Sara fór hún þaðan til Breiðabliks. Alexandra er á sínu þriðja tímabili hjá Blikum en óvíst er hvort hún verður þar áfram. Hún vildi þó lítið gefa upp þegar Helena spurði hvort hann væri farin að hugsa sér til hreyfings. „Ég held að það komi bara í ljós. Það er verið að vinna í einhverju en það kemur bara í ljós,“ sagði Alexandra sem var svo spurð hver draumadeildin væri. „Það er margt sem heillar. Það eru nokkur tilboð í gangi en ekkert ákveðið og þetta er enn smá óljóst,“ sagði Alexandra. Hafnfirðingurinn tvítugi hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað tvö mörk, bæði gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021. Alexandra og stöllur hennar í Breiðabliki eru með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna og eiga auk þess leik til góða á liðið í 2. sæti, Val. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Alexandra um fyrirmyndina EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Alexandra Jóhannsdóttir hefur stimplað sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á undanförnum mánuðum. Hún byrjaði báða leikina í síðustu landsleikjahrinu, gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM, og lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum. Alexandra skoraði eitt mark í 9-0 sigrinum á Lettum og lék svo vel í 1-1 jafnteflinu við Svía, bronslið síðasta heimsmeistaramóts. Alexandra var gestur Pepsi Max marka kvenna í fyrradag ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni. Þegar Helena Ólafsdóttir spurði Alexöndru hver fyrirmynd hennar væri stóð ekki á svari hjá henni. „Sara Björk [Gunnarsdóttir] sem spilar með mér á miðjunni,“ sagði Alexandra. Líkt og Sara kemur Alexandra úr Haukum og líkt og Sara fór hún þaðan til Breiðabliks. Alexandra er á sínu þriðja tímabili hjá Blikum en óvíst er hvort hún verður þar áfram. Hún vildi þó lítið gefa upp þegar Helena spurði hvort hann væri farin að hugsa sér til hreyfings. „Ég held að það komi bara í ljós. Það er verið að vinna í einhverju en það kemur bara í ljós,“ sagði Alexandra sem var svo spurð hver draumadeildin væri. „Það er margt sem heillar. Það eru nokkur tilboð í gangi en ekkert ákveðið og þetta er enn smá óljóst,“ sagði Alexandra. Hafnfirðingurinn tvítugi hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað tvö mörk, bæði gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021. Alexandra og stöllur hennar í Breiðabliki eru með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna og eiga auk þess leik til góða á liðið í 2. sæti, Val. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Alexandra um fyrirmyndina
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25