Innlent

Fluttur á slysa­deild eftir eld í kjallara­í­búð í Sam­túni

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp í vesturenda Samtúns.
Eldurinn kom upp í vesturenda Samtúns. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð í Samtúni í Reykjavík í nótt.

Á Facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar tilkynnt var um eldinn var sagt að fólk gæti verið þar inni. Við komu slökkviliðs hafi íbúi hins vegar komist sjálfur út og var hann fluttur á slysadeild með reykeitrun.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn þar sem slökkvistarf tók um eina klukkustund.

Alls fóru dælubílar í þrjú útköll í nótt.

Farið var í 114 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn og þar af voru tuttugu forgangshlutningar og tuttugu covid-tengdir flutningar.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×