Segir þörf á að fara „mjög hægt“ í að aflétta hertum aðgerðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. október 2020 11:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels