Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga metfjöldann úr fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 10:49 Róðurinn þyngist dag frá degi á Covid-19-göngudeildinni og búist er við fleiri innlögnum á spítalann á næstunni. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell 22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira