Innlent

Þórólfur segir börn ekki sýkjast frekar nú

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sóttvarnalæknir merkir ekki aukningu í nýgengi smitaðra á meðal barna.
Sóttvarnalæknir merkir ekki aukningu í nýgengi smitaðra á meðal barna. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn og ungmenni séu að sýkjast nú en áður. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun.

Þórólfur segir aldursdreifingu fólks sem hefur greinst með Covid-19 undanfarnar vikur vera svipaða og hún var í vor. Tíðni og nýgengi hjá börnum yngri en sautján ára sé svipuð.

Þá nefndi Þórólfur að smit á milli barna í skólum væri mjög fátítt. Það væri frekar að smitin bærust inn í skólana með fullorðnum. Þórólfur telur að þetta beri að hafa í huga.

Þá nefndi Þórólfur að hann hefði orðið var við þá umræðu af hverjum leik- og grunnskólum væri ekki lokað núna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur meðal annars látið hafa eftir sér að hann hefði gripið til þeirra aðgerða ef hann væri sóttvarnalæknir.

Þórólfur sagði að sama nálgun væri notuð nú varðandi leik- og grunnskóla og hafi gefið góða raun í vetur. Smit sé ekki útbreiddara á leik- og grunnskólum nú en þá. Því sé engin þörf til að beita harðari aðgerðum. Það sé líka í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar.

Að neðan má sjá Þórólf ræða þessi mál á fundinum í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.