Innlent

Rólegheitaveður framan af vikunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Haustsól í Reykjavík
Haustsól í Reykjavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Veðurstofan spáir rólegheitaveðri í byrjun vikunnar og er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt víðast hvar, en stöku vindstrengjum undir Vatnajökli fyrir hádegi hádegi. Lítilsháttar væta framan af degi en léttir síðan til. Milt veður.

Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að þetta hæglætis veður sé afleiðing hæðar sem er að byggjast upp sunnan landsins og spár gera ráð fyrir því að hún muni síðan koma sér fyrir austan við landið og gera sitt besta til þess að halda næstu lægðum að mestu leiti fyrir vestan okkur.

Veðurfræðingur segir þó líklegt að einhver skil muni ná inná Suðvestur- og Vesturland í vikunni með suðaustan vindstreng og lítilsháttar vætu, en annars verða að mestu hægir vindar og bjartviðri.

„Næstu helgi er síðan útlit fyrir að það snúist í norðlægar áttir með hægt kólnandi veðri og úrkomu norðantil á landinu,“ segir að lokum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.