Segir það árás á lífsgæði almennings ef ríkisstjórnin hjálpar ekki sveitarfélögum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 19:31 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík. „Það er mikð atvinnuleysi og tekjutap í Reykjavík. En við teljum okkur geta farið í gegnum þetta. Eins og önnur sveitarfélög sæjum það sem ótvíræðan kost að ríkisstjórnin kæmi sterkar inn í þetta með okkur. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum kallað eftir því ekki síst fyrir minni sveitarfélög sem mörg hver eru skuldsett eftir síðustu kreppu,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík.Vísir/Baldur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræddu stöðu sveitarfélaganna í Sprengisandi í morgun. Árás á lífsgæði almennings Heiða segir að sjaldan hafi þjónusta sveitarfélaganna verið jafn mikilvæg. Hún segir að ef halda eigi uppi lífsgæðum almennings um allt land þá verði ríkisstjórnin að hjálpa sveitarfélögunum. „Ríkisstjórnin þarf að dempa þetta mikla tekjufall og þessa miklu útgjaldaaukningu sem við sjáum fram á út af Covid-19. Annars er þetta árás á lífsgæði landsmanna.“ sagði Heiða Björg. Hún segir að sveitarfélögin þurfi að geta mætt þeim fjölskyldum sem eru að missa vinnuna og leita til sveitarfélaganna eftir fjárhagslegum eða félagslegum stuðningi. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri. Togstreita í gegnum tíðina Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að í gegnum árin hafi verið togstreita á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta sé þó að breytast núna og sérstaklega í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Skilningurinn sé meiri og samtalið þéttara. „Fyrir íbúa landsins skiptir það engu máli hvort ríki eða sveitarfélög sinni þjónustunni. Íbúar borga sína skatta og það er svo undir ríki og sveitarfélögum í sameiningu að finna bestu leiðina,“ sagði Halla. Skortir skilning á stöðu sveitarfélaga Heiða Björg segir að samtal hafi átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðuna en að sklning skorti. „Ég get hrósað ríkisstjórninni fyrir það að hún hefur verið tilbúin til þess að eiga þetta samtal við okkur en okkur finnst hafa vanta skilning á stöðu sveitarfélagana. Ég vil trúa því að hann komi,“ sagði Heiða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík. „Það er mikð atvinnuleysi og tekjutap í Reykjavík. En við teljum okkur geta farið í gegnum þetta. Eins og önnur sveitarfélög sæjum það sem ótvíræðan kost að ríkisstjórnin kæmi sterkar inn í þetta með okkur. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum kallað eftir því ekki síst fyrir minni sveitarfélög sem mörg hver eru skuldsett eftir síðustu kreppu,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík.Vísir/Baldur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræddu stöðu sveitarfélaganna í Sprengisandi í morgun. Árás á lífsgæði almennings Heiða segir að sjaldan hafi þjónusta sveitarfélaganna verið jafn mikilvæg. Hún segir að ef halda eigi uppi lífsgæðum almennings um allt land þá verði ríkisstjórnin að hjálpa sveitarfélögunum. „Ríkisstjórnin þarf að dempa þetta mikla tekjufall og þessa miklu útgjaldaaukningu sem við sjáum fram á út af Covid-19. Annars er þetta árás á lífsgæði landsmanna.“ sagði Heiða Björg. Hún segir að sveitarfélögin þurfi að geta mætt þeim fjölskyldum sem eru að missa vinnuna og leita til sveitarfélaganna eftir fjárhagslegum eða félagslegum stuðningi. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri. Togstreita í gegnum tíðina Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að í gegnum árin hafi verið togstreita á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta sé þó að breytast núna og sérstaklega í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Skilningurinn sé meiri og samtalið þéttara. „Fyrir íbúa landsins skiptir það engu máli hvort ríki eða sveitarfélög sinni þjónustunni. Íbúar borga sína skatta og það er svo undir ríki og sveitarfélögum í sameiningu að finna bestu leiðina,“ sagði Halla. Skortir skilning á stöðu sveitarfélaga Heiða Björg segir að samtal hafi átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðuna en að sklning skorti. „Ég get hrósað ríkisstjórninni fyrir það að hún hefur verið tilbúin til þess að eiga þetta samtal við okkur en okkur finnst hafa vanta skilning á stöðu sveitarfélagana. Ég vil trúa því að hann komi,“ sagði Heiða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira