Fótbolti

Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, fylgist vel með í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, fylgist vel með í kvöld. vísir/vilhelm

Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld.

Fyrsta markið kom á 45. mínútu en það var afar umdeilt. Hannes Þór Halldórsson kýldi boltann í Rúnar Már Sigurjónsson og í áttina að marki Íslands.

Hannes virtist þó bjarga boltanum áður en hann fór yfir línuna en aðstoðardómarinn var á öðru máli og dæmdi mark við litla hrifningu Íslendinga.

Eftir 48 sekúndur í síðari hálfleik tvöfaldaði Christian Eriksen forystuna. Eftir lang innkast Íslendinga slapp Eriksen einn í gegn og skoraði.

Á 61. mínútu skoraði Robert Skov þriðja markið með glæsilegu skoti. Lokatölur 3-0 en brot af umræðunni á Twitter má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×