Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2020 12:38 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga að hluta skýra þennan mikla fjölda sjúkraflutninga. Vísir/Vilhelm Síðasta sólarhring var áttatíu og ein boðun í sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Var dagurinn nokkuð rólegri en dagana þar á undan þar sem met voru slegin þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga, fyrst 148 á fimmtudag og 160 á föstudag. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga skýra þennan mikla fjölda að hluta. Síðustu dagar hafi verið mjög þungir og að reynt hafi á mannskapinn. Það hafi þó hjálpað til að slökkvilið hafi misst fáa niður í einangrun og fáa í sóttkví. Það skýrist að hluta til af heppni en einnig að starfsmenn hafi farið varlega. „Það eru náttúrulega allir slegnir yfir því að þurfa að glíma við þetta aftur frá í vor. Menn eru mjög einbeittir í að klára þetta og takast á við þetta. Við höfum verið að vinna í því að fjölga bílum hjá okkur og fjölga mannskap. Kíkja á bakvarðasveitina hjá okkur. Við höfum verið að hringja í mannskap og það eru allir reiðubúnir að koma um leið og kallið kemur.“ Jón Viðar leggur áherslu á að þrátt fyrir að álag sé á slökkvilið þá eigi fólk ekki að hætta við að hringja eftir sjúkrabíl ef þörf krefur. „Það er enginn að trufla þó það hringi eftir sjúkraflutning. Sama og landlæknir hefur verið að predika að það þarf að sinna öllum. Covidið er til viðbótar en það þarf að sinna öllu og fólk má ekki hætta við að leita sér aðstoðar,“ segir Jón Viðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Síðasta sólarhring var áttatíu og ein boðun í sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Var dagurinn nokkuð rólegri en dagana þar á undan þar sem met voru slegin þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga, fyrst 148 á fimmtudag og 160 á föstudag. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga skýra þennan mikla fjölda að hluta. Síðustu dagar hafi verið mjög þungir og að reynt hafi á mannskapinn. Það hafi þó hjálpað til að slökkvilið hafi misst fáa niður í einangrun og fáa í sóttkví. Það skýrist að hluta til af heppni en einnig að starfsmenn hafi farið varlega. „Það eru náttúrulega allir slegnir yfir því að þurfa að glíma við þetta aftur frá í vor. Menn eru mjög einbeittir í að klára þetta og takast á við þetta. Við höfum verið að vinna í því að fjölga bílum hjá okkur og fjölga mannskap. Kíkja á bakvarðasveitina hjá okkur. Við höfum verið að hringja í mannskap og það eru allir reiðubúnir að koma um leið og kallið kemur.“ Jón Viðar leggur áherslu á að þrátt fyrir að álag sé á slökkvilið þá eigi fólk ekki að hætta við að hringja eftir sjúkrabíl ef þörf krefur. „Það er enginn að trufla þó það hringi eftir sjúkraflutning. Sama og landlæknir hefur verið að predika að það þarf að sinna öllum. Covidið er til viðbótar en það þarf að sinna öllu og fólk má ekki hætta við að leita sér aðstoðar,“ segir Jón Viðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira