Telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst ef faraldurinn fer í veldisvöxt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. október 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fólk verði að fylgja tilmælum til að koma í veg fyrir veldisvöxt. vísir/vilhelm Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira