Telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst ef faraldurinn fer í veldisvöxt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. október 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fólk verði að fylgja tilmælum til að koma í veg fyrir veldisvöxt. vísir/vilhelm Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira