24 inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 09:24 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm 24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira