Elsta íslenska landslið sögunnar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 12:00 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur boltanum í burtu en miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson fylgjast vel með. Vísir/Hulda Margrét Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira