Elsta íslenska landslið sögunnar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 12:00 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur boltanum í burtu en miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson fylgjast vel með. Vísir/Hulda Margrét Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira