Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 09:31 Lars Lagerbäck fer ekki með norska landsliðið á Evrópumót eins og hann gerði með það íslenska. Getty/Quality Sport Images Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira