Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 09:31 Lars Lagerbäck fer ekki með norska landsliðið á Evrópumót eins og hann gerði með það íslenska. Getty/Quality Sport Images Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira