Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 16:33 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira