Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 12:30 Rúmenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Instagram/@echipanationala Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT EM 2020 í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira