Trump stöðvar viðræður um neyðarpakka en skiptir fljótt um skoðun Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 16:21 Donald Trump, hefur hleypt mikilli óreiðu í viðræður um neyðarpakka til aðstoðar hagkerfis Bandaríkjanna. AP/Tony Dejak Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira