Trump stöðvar viðræður um neyðarpakka en skiptir fljótt um skoðun Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 16:21 Donald Trump, hefur hleypt mikilli óreiðu í viðræður um neyðarpakka til aðstoðar hagkerfis Bandaríkjanna. AP/Tony Dejak Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Sjá meira
Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Sjá meira