Fótbolti

Skoruðu fjögur mörk í síðasta leiknum fyrir Ís­lands­för

Sindri Sverrisson skrifar
Andreas Cornelius og Andreas Skov Olsen fagna í kvöld.
Andreas Cornelius og Andreas Skov Olsen fagna í kvöld. Getty/Lars Ronbog

Danmörk vann 4-0 sigur á frændum sínum frá Færeyjum er liðin mættust í vináttulandsleik á MCH Arena í Herning í kvöld.

Andreas Skov Olsen, sem var að leika sinn fyrsta landsleik í kvöld og samherji Andra Fannar Baldurssonar hjá Bologna, skoraði fyrsta markið á 22. mínútu.

Fimm mínútum síðar skoraði Christian Eriksen úr vítaspyrnu og á 32. mínútu varð staðan 3-0 er bakvörðurinn Joakim Mæhle skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.

Í uppbótartímanum í fyrri hálfleik var röðin svo komin að framherjanum stóra og stæðilega Andreas Cornelius. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölurnar því 4-0.

Danir halda nú til Íslands þar sem þeir mæta Íslendingum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×