Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 16:26 Efnavopnastofunin í Haag í Hollandi tók sín eigin sýni úr Navalní og greindi þau. Niðurstaðan var sú sama og Þjóðverjar, Frakkar og Svíar komust að: eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum sem taugeitrinu novichok. Vísir/EPA Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Efnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. Sérfræðingar OPCW greindu sjálfir sýni sem þeir tóku úr Navalní, sem veiktist hastarlega um borð í flugvél í Rússland í ágúst. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að niðurstöðurnar hafi verið í samræmi við rannsóknir Þjóðverja, Frakka og Svía um að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Fernando Arias, framkvæmdastjóri OPCW, segir niðurstöðurnar alvarlegt áhyggjuefni. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu stofnunarinnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sagði ríkisstjórn sína þurfa að fara yfir skýrsluna áður. Rússar hafa áður þvertekið fyrir að hafa komið nálægt veikindum Navalní og hafa ekki talið ástæðu til þess að rannsaka þau sem sakamál. „Þetta staðfestir enn og aftur ótvírætt að Alexei Navalní var fórnarlamb árásar með taugaeiturefni úr novichok-hópnum,“ sagði Steffen Seibert talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um niðurstöður OPCW. Navalní veiktist 20. ágúst og féll í dá. Í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna. Þar dvaldi hann í um mánuð áður en hann var útskrifaður. Navalní segir sjálfur að Pútín forseti hafi látið eitra fyrir sér vegna þingkosninga í Rússlandi. Hann hefur verið einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Bresk stjórnvöld sökuðu ríkisstjórn Pútín um að nota novichok til að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Nicola Stewart, aðstoðarfastafulltrúi Breta hjá OPCW, harmaði í dag að efnavopnið hefði aftur verið notað. „Við erum hneyksluð að þetta skuli endurtekið annars staðar í heiminum,“ sagði Stewart. Bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar taugaeitursins sem rússneskir útsendarar skildu eftir sig í Salisbury. Sameinuðu þjóðirnar Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Efnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. Sérfræðingar OPCW greindu sjálfir sýni sem þeir tóku úr Navalní, sem veiktist hastarlega um borð í flugvél í Rússland í ágúst. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að niðurstöðurnar hafi verið í samræmi við rannsóknir Þjóðverja, Frakka og Svía um að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Fernando Arias, framkvæmdastjóri OPCW, segir niðurstöðurnar alvarlegt áhyggjuefni. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu stofnunarinnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sagði ríkisstjórn sína þurfa að fara yfir skýrsluna áður. Rússar hafa áður þvertekið fyrir að hafa komið nálægt veikindum Navalní og hafa ekki talið ástæðu til þess að rannsaka þau sem sakamál. „Þetta staðfestir enn og aftur ótvírætt að Alexei Navalní var fórnarlamb árásar með taugaeiturefni úr novichok-hópnum,“ sagði Steffen Seibert talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um niðurstöður OPCW. Navalní veiktist 20. ágúst og féll í dá. Í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna. Þar dvaldi hann í um mánuð áður en hann var útskrifaður. Navalní segir sjálfur að Pútín forseti hafi látið eitra fyrir sér vegna þingkosninga í Rússlandi. Hann hefur verið einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Bresk stjórnvöld sökuðu ríkisstjórn Pútín um að nota novichok til að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Nicola Stewart, aðstoðarfastafulltrúi Breta hjá OPCW, harmaði í dag að efnavopnið hefði aftur verið notað. „Við erum hneyksluð að þetta skuli endurtekið annars staðar í heiminum,“ sagði Stewart. Bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar taugaeitursins sem rússneskir útsendarar skildu eftir sig í Salisbury.
Sameinuðu þjóðirnar Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43
Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“