Smituðust öll af veirunni: „Tilfinningin inni í líkamanum var svo skrýtin“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2020 10:30 Skúli og dætur hans smituðust öll af kórónuveirunni í fyrstu bylgjunni. Skúli Skúlason og dætur hans tvær, Elísabet og Hildur, fengu öll kórónuveiruna í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi í mars en smit þeirra áttu ekki sama uppruna. Þau vilja nýta sögur sínar sem víti til varnar fyrir aðra og segja að aldrei sé of varlega farið þegar kemur að kórónuveirunni. Þau hafi farið eftir öllum reglum. Skúli smitaðist á lokametrum í sóttkví af eina manninum sem hann hitti yfir stutta stund í sveitinni. Systurnar ásamt öllum saumaklúbbnum greindust með veiruna eftir helgarferð í sumarbústað. Í byrjun mars kom Skúli heim frá Afríku þar sem hann hafði verið í mótorhjólaferð með félögum sínum, faraldurinn var þá fyrst að koma upp hér á landi. Kona Skúla starfar innan heilbrigðiskerfisins og ákvað hann í ljósi þess hvert faraldurinn var að stefna að fara í sjálfskipaða sóttkví í heilsárshúsi fjölskyldunnar á austurlandi þegar hann kom til baka úr ferðinni. Þegar Skúli var búinn að vera nokkra daga í sóttkví og hafði ekki hitt neina manneskju hafði vinur hans í næsta húsi samband og segir honum að vatnið í húsinu sé frosið, Skúli var þá langt komin með sína sóttkví og taldi það hættulaust að hitta þennan eina félaga sinn ef þeir myndu passa upp á fjarlægðir og annað. Áttaði sig fljótlega á stöðunni „Ég segi við hann að ég komi bara yfir og við reddum þessu. Fljótlega eftir að við byrjum að vinna þarna í vatninu geri ég mér grein fyrir því að hann er eitthvað kvefaður eða lasinn. Ég spyr hann hvort hann sé lasinn og hann segist bara vera eitthvað kvefaður. Hann var búinn að hringja í 1700 og fékk þá bara greiningu að hann væri með kvef,“ segir Skúli Skúlason. Skúli var heillengi einn upp í bústað þar til að hann var lagður inn á spítala. „Eftir að ég var búinn að vera þarna í smástund geri ég mér grein fyrir því að þetta sé eitthvað meira en bara kvef þannig að ég þegar ég kem heim til mín um kvöldið og við búnir að leysa málið hringi ég í konuna mína og segir við hana að ég sé ekki að koma heim á næstunni því ég hef grun um það að þetta sé það sem allir eru að tala um. Þremur dögum seinna var ég orðinn lasinn.“ Skúli fékk hita og þurran hósta til að byrja með og segist hafa verið svona hliðina á sjálfum sér í fimm til sex daga en aldrei mikið veikur. Eftir um níu daga tekur hann eftir alveg hreint skelfilegu bragði af tannkreminu sínu og áttaði hann sig á því að þarna væri hann kominn með veiruna. „Svo um svona tveimur dögum seinna var ég orðinn fárveikur. Ég er bara með óráði og í ruglinu í fjóra daga og mikinn hita. Ég held að ég hafi verið þarna í tólf daga einn og mikið lasinn. Það endar síðan með því að ég er lagður inn með svokallaða Covid lungnabólgu og var mjög veikur þegar ég kem inn á sjúkrahúsið.“ Mikill kærleikur Skúli minnist þess hve mikil hlýja og kærleikur einkenndi þá aðila sem komu að umönnun hans á hans erfiðustu dögum. „Ég upplifði þetta ekki eins og fólk væri í vinnunni, ég upplifði eins og þetta væru bara nánir ættingja að hugsa um mig. Það var svo mikill kærleikur í þessu öllu saman. Þetta var ótrúleg upplifun og mér leið bara vel að vera kominn í hendurnar á svona góðu fólki.“ Skúli gat einungis legið í einni stellingu og var mjög illa haldinn af lungnabólgunni. Hann viðurkennir að hafa séð á starfsfólki að ástand hans væri alvarlegt þegar hann var hvað veikastur en segist þó aldrei hafa upplifað ótta. „Ég játa það samt að þegar ég var sem veikastur velti ég því fyrir mér hvort þetta væri að fara þangað sem enginn vill, hvort ég færi heim aftur. Ég fór að hugsa að ég væri búinn að lifa góðu og hröðu lífi og fór að sannfæra mig um að þetta væri kannski bara í lagi.“ Jákvæðnin hélt áfram í samtalinu við Skúla, hann sagðist fljótlega hafa ákveðið að taka málin í sínar hendur eins og hann gat og fór sjálfur í einhverskonar keppni við sjálfan sig. Hann reyndi að keppa við sig um að koma súrefnismettuninni upp. „Eftir að ég kom heim voru það bara fjörutíu hringir í kringum eyjuna og ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að ná einhverju ákveðnu. Þá var ég alveg dauðþreyttur en mér fannst þetta skipta alveg rosalega miklu máli.“ Skúli jafnaði sig og hefur ekki glímt við eftirköst þrátt fyrir hve alvarleg veikindin voru, hann grínaðist meira að segja með það að hann hafi aldrei verið betri, en dætur hans glíma enn við eftirköst hálfu ári síðar og þetta er sagan þeirra. Þær Elísabet og Hildur smituðust báðar í bústaðarferð ásamt öllum vinkonum sínum. „Við erum saman í saumaklúbb og það er að koma að saumaklúbbskvöldi. Við erum mikið að velta fyrir okkur hvort við eigum að mæta og höfum allar samband við hvort aðra. Það var ákveðið að fara þar sem það var enginn með nein einkenni. Það var kannski ekki besta ákvörðunin. Við tökum spritt með okkur og dreifum okkur vel um bústaðinn og vorum í sitthvorum herbergjum og allt þetta. Það gekk ekki betur en það að við smitumst allar,“ segir Elísabet Skúladóttir. Þrátt fyrir að vera sannfærðar um að vera með veiruna fengu þær ekki að fara strax í sýnatöku, einkenni þeirra þóttu ekki benda til þess að þær væru með kórónuveiruna. „Fyrstu einkennin hjá mér var í raun glært hor og höfuðverkur. Svo var einkennileg hitatilfinning aftan í hnakkanum sem var rosalega afgerandi öll veikindin,“ segir Hildur Skúladóttir. Veirutilfinningin Þrátt fyrir að hafa mætt í vinnu og verið í kringum sína nánustu allan tímann sem þær voru með einkenni þá smituðu þær ekki út frá sér. Þær fengu báðar eftirköst eftir veiruna sem þær glíma enn við hálfu ári seinna, þær viðurkenna að miðað við hve lítið var og er vitað um áhrif veirunnar að þær hefðu viljað fá meiri eftirfylgni eftir að þær voru lausar úr einangrun. „Það var einhver innri tilfinning hjá okkur að við værum með veiruna þar sem við höfðum báðar aldrei upplifað svona tilfinningu,“ segir Elísabet. „Læknar myndu eflaust kalla þetta svona veirutilfinningu. Þetta er svo ólíkt öllu. Tilfinningin inni í líkamanum var svo skrýtin,“ segir Hildur og tekur Skúli heilshugar undir með dóttur sinni. Skúli, Elísabet og Hildur eru öll sammála um að þetta tímabil hafði áhrif á þau til frambúðar og var mikill lærdómur. Skúli sem hélt á tímabili að hann kæmist ekki aftur heim af spítalanum vegna veikinda segist í dag vera hressari en áður og hefur hann ekki glímt við eftirköst veirunnar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira
Skúli Skúlason og dætur hans tvær, Elísabet og Hildur, fengu öll kórónuveiruna í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi í mars en smit þeirra áttu ekki sama uppruna. Þau vilja nýta sögur sínar sem víti til varnar fyrir aðra og segja að aldrei sé of varlega farið þegar kemur að kórónuveirunni. Þau hafi farið eftir öllum reglum. Skúli smitaðist á lokametrum í sóttkví af eina manninum sem hann hitti yfir stutta stund í sveitinni. Systurnar ásamt öllum saumaklúbbnum greindust með veiruna eftir helgarferð í sumarbústað. Í byrjun mars kom Skúli heim frá Afríku þar sem hann hafði verið í mótorhjólaferð með félögum sínum, faraldurinn var þá fyrst að koma upp hér á landi. Kona Skúla starfar innan heilbrigðiskerfisins og ákvað hann í ljósi þess hvert faraldurinn var að stefna að fara í sjálfskipaða sóttkví í heilsárshúsi fjölskyldunnar á austurlandi þegar hann kom til baka úr ferðinni. Þegar Skúli var búinn að vera nokkra daga í sóttkví og hafði ekki hitt neina manneskju hafði vinur hans í næsta húsi samband og segir honum að vatnið í húsinu sé frosið, Skúli var þá langt komin með sína sóttkví og taldi það hættulaust að hitta þennan eina félaga sinn ef þeir myndu passa upp á fjarlægðir og annað. Áttaði sig fljótlega á stöðunni „Ég segi við hann að ég komi bara yfir og við reddum þessu. Fljótlega eftir að við byrjum að vinna þarna í vatninu geri ég mér grein fyrir því að hann er eitthvað kvefaður eða lasinn. Ég spyr hann hvort hann sé lasinn og hann segist bara vera eitthvað kvefaður. Hann var búinn að hringja í 1700 og fékk þá bara greiningu að hann væri með kvef,“ segir Skúli Skúlason. Skúli var heillengi einn upp í bústað þar til að hann var lagður inn á spítala. „Eftir að ég var búinn að vera þarna í smástund geri ég mér grein fyrir því að þetta sé eitthvað meira en bara kvef þannig að ég þegar ég kem heim til mín um kvöldið og við búnir að leysa málið hringi ég í konuna mína og segir við hana að ég sé ekki að koma heim á næstunni því ég hef grun um það að þetta sé það sem allir eru að tala um. Þremur dögum seinna var ég orðinn lasinn.“ Skúli fékk hita og þurran hósta til að byrja með og segist hafa verið svona hliðina á sjálfum sér í fimm til sex daga en aldrei mikið veikur. Eftir um níu daga tekur hann eftir alveg hreint skelfilegu bragði af tannkreminu sínu og áttaði hann sig á því að þarna væri hann kominn með veiruna. „Svo um svona tveimur dögum seinna var ég orðinn fárveikur. Ég er bara með óráði og í ruglinu í fjóra daga og mikinn hita. Ég held að ég hafi verið þarna í tólf daga einn og mikið lasinn. Það endar síðan með því að ég er lagður inn með svokallaða Covid lungnabólgu og var mjög veikur þegar ég kem inn á sjúkrahúsið.“ Mikill kærleikur Skúli minnist þess hve mikil hlýja og kærleikur einkenndi þá aðila sem komu að umönnun hans á hans erfiðustu dögum. „Ég upplifði þetta ekki eins og fólk væri í vinnunni, ég upplifði eins og þetta væru bara nánir ættingja að hugsa um mig. Það var svo mikill kærleikur í þessu öllu saman. Þetta var ótrúleg upplifun og mér leið bara vel að vera kominn í hendurnar á svona góðu fólki.“ Skúli gat einungis legið í einni stellingu og var mjög illa haldinn af lungnabólgunni. Hann viðurkennir að hafa séð á starfsfólki að ástand hans væri alvarlegt þegar hann var hvað veikastur en segist þó aldrei hafa upplifað ótta. „Ég játa það samt að þegar ég var sem veikastur velti ég því fyrir mér hvort þetta væri að fara þangað sem enginn vill, hvort ég færi heim aftur. Ég fór að hugsa að ég væri búinn að lifa góðu og hröðu lífi og fór að sannfæra mig um að þetta væri kannski bara í lagi.“ Jákvæðnin hélt áfram í samtalinu við Skúla, hann sagðist fljótlega hafa ákveðið að taka málin í sínar hendur eins og hann gat og fór sjálfur í einhverskonar keppni við sjálfan sig. Hann reyndi að keppa við sig um að koma súrefnismettuninni upp. „Eftir að ég kom heim voru það bara fjörutíu hringir í kringum eyjuna og ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að ná einhverju ákveðnu. Þá var ég alveg dauðþreyttur en mér fannst þetta skipta alveg rosalega miklu máli.“ Skúli jafnaði sig og hefur ekki glímt við eftirköst þrátt fyrir hve alvarleg veikindin voru, hann grínaðist meira að segja með það að hann hafi aldrei verið betri, en dætur hans glíma enn við eftirköst hálfu ári síðar og þetta er sagan þeirra. Þær Elísabet og Hildur smituðust báðar í bústaðarferð ásamt öllum vinkonum sínum. „Við erum saman í saumaklúbb og það er að koma að saumaklúbbskvöldi. Við erum mikið að velta fyrir okkur hvort við eigum að mæta og höfum allar samband við hvort aðra. Það var ákveðið að fara þar sem það var enginn með nein einkenni. Það var kannski ekki besta ákvörðunin. Við tökum spritt með okkur og dreifum okkur vel um bústaðinn og vorum í sitthvorum herbergjum og allt þetta. Það gekk ekki betur en það að við smitumst allar,“ segir Elísabet Skúladóttir. Þrátt fyrir að vera sannfærðar um að vera með veiruna fengu þær ekki að fara strax í sýnatöku, einkenni þeirra þóttu ekki benda til þess að þær væru með kórónuveiruna. „Fyrstu einkennin hjá mér var í raun glært hor og höfuðverkur. Svo var einkennileg hitatilfinning aftan í hnakkanum sem var rosalega afgerandi öll veikindin,“ segir Hildur Skúladóttir. Veirutilfinningin Þrátt fyrir að hafa mætt í vinnu og verið í kringum sína nánustu allan tímann sem þær voru með einkenni þá smituðu þær ekki út frá sér. Þær fengu báðar eftirköst eftir veiruna sem þær glíma enn við hálfu ári seinna, þær viðurkenna að miðað við hve lítið var og er vitað um áhrif veirunnar að þær hefðu viljað fá meiri eftirfylgni eftir að þær voru lausar úr einangrun. „Það var einhver innri tilfinning hjá okkur að við værum með veiruna þar sem við höfðum báðar aldrei upplifað svona tilfinningu,“ segir Elísabet. „Læknar myndu eflaust kalla þetta svona veirutilfinningu. Þetta er svo ólíkt öllu. Tilfinningin inni í líkamanum var svo skrýtin,“ segir Hildur og tekur Skúli heilshugar undir með dóttur sinni. Skúli, Elísabet og Hildur eru öll sammála um að þetta tímabil hafði áhrif á þau til frambúðar og var mikill lærdómur. Skúli sem hélt á tímabili að hann kæmist ekki aftur heim af spítalanum vegna veikinda segist í dag vera hressari en áður og hefur hann ekki glímt við eftirköst veirunnar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira