Mælist til að opið helgihald falli niður í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2020 08:10 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til þess að opið helgihald falli niður í október. Vísir/Baldur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til þess við presta landsins og aðra sem starfa við kirkjurnar að opið helgihald falli niður í október vegna stöðunnar sem uppi er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Í staðinn er hvatt til þess að streyma efni til fólks. Þetta kemur fram í bréfi sem biskup ritaði á mánudag til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra og greint er frá í tilkynningu á vef kirkjunnar í gær. Í bréfinu mælist biskup til þess að kirkjustarfi verði hagað með tilteknum hætti vegna hertra samkomutakmarkanna en á miðnætti á mánudag tók tuttugu manna samkomubann gildi. Óskað er eftir því að allar kóræfingar falli niður í október og eru organistar og kórstjórar hvattir til að halda uppi æfingum í gegnum fjarfundabúnað: „Minnt er á að fimmtíu manna fjöldatakmörkun við útfarir. Þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóm vísi frá sér athöfnum. Tuttugu manna fjöldatakmörkun gildir við kirkjulegar athafnir eins og skírn og hjónavígslur. Áfram heldur barna- og æskulýðsstarf þeirra sem fædd eru árið 2005 og skal sem áður halda allar sóttvarnareglur sem í gildi eru. Allt eldri borgarastarf fellur niður í október og eru prestar og djáknar hvattir til að huga að þeim hópi með símtölum og sálgæslu. Fermingarfræðslu skal haldið áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnareglna sem í gildi eru. Hvatt er til að áður boðaðir fundir, ráðstefnur og þing, verði haldin rafrænt sé það mögulegt eða frestað sé þess kostur. Þá er starfsfólk sem veikist hvatt til að halda sig heima og sömuleiðis öll þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir í tilkynningu kirkjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðkirkjan Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til þess við presta landsins og aðra sem starfa við kirkjurnar að opið helgihald falli niður í október vegna stöðunnar sem uppi er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Í staðinn er hvatt til þess að streyma efni til fólks. Þetta kemur fram í bréfi sem biskup ritaði á mánudag til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra og greint er frá í tilkynningu á vef kirkjunnar í gær. Í bréfinu mælist biskup til þess að kirkjustarfi verði hagað með tilteknum hætti vegna hertra samkomutakmarkanna en á miðnætti á mánudag tók tuttugu manna samkomubann gildi. Óskað er eftir því að allar kóræfingar falli niður í október og eru organistar og kórstjórar hvattir til að halda uppi æfingum í gegnum fjarfundabúnað: „Minnt er á að fimmtíu manna fjöldatakmörkun við útfarir. Þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóm vísi frá sér athöfnum. Tuttugu manna fjöldatakmörkun gildir við kirkjulegar athafnir eins og skírn og hjónavígslur. Áfram heldur barna- og æskulýðsstarf þeirra sem fædd eru árið 2005 og skal sem áður halda allar sóttvarnareglur sem í gildi eru. Allt eldri borgarastarf fellur niður í október og eru prestar og djáknar hvattir til að huga að þeim hópi með símtölum og sálgæslu. Fermingarfræðslu skal haldið áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnareglna sem í gildi eru. Hvatt er til að áður boðaðir fundir, ráðstefnur og þing, verði haldin rafrænt sé það mögulegt eða frestað sé þess kostur. Þá er starfsfólk sem veikist hvatt til að halda sig heima og sömuleiðis öll þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir í tilkynningu kirkjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðkirkjan Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira