Lífið

Sex hænur hjálpa til við að sporna gegn matarsóun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Það var líf og fjör á Urðarhóli í dag. 
Það var líf og fjör á Urðarhóli í dag.  Vísir/Egill

Heilsuleikskólinn á Urðarhóli fékk í dag til liðs við sig sex hænur sem munu hjálpa börnunum við að sporna gegn matarsóun. Hænurnar fá matarafganga þeirra og börnin fá eggin. Um er að ræða verkefni sem á að stuðla að aukinni sjálfbærni og sporna gegn matarsóun.

Hænurnar eru svokallaðar papa hænur, ættaðar úr Vestmannaeyjum, en komu í bæinn frá Þorlákshöfn í morgun við mikil fagnaðarlæti barnanna.

Börnin horfa hugfangin á eina hænuna.

Settur hefur verið upp hænsnakofi og útisvæði fyrir hænurnar. Krakkar og starfsfólk hugsa um dýrin á virkum dögum og fjölskyldurnar taka svo við lyklinum að kofanum um helgar og sjá þá um mat og almenna umhirðu.

Fréttastofa leit við í morgun líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×