Enska C-deildarliðið Blackpool hefur keypt varnarmanninn Daníel Leó Grétarsson frá Álasundi í Noregi.
Grindvíkingurinn hefur verið í raðir norska félagsins frá árinu 2015 og hefur leikið yfir hundrað leiki í norska boltanum.
Hann á einnig að baki A-landsleik en hann spilaði í æfingaleik gegn Kanada í janúarmánuði á síðasta ári.
„Ég er spenntur að ganga í raðir Blackpool. Enski fótboltinn er stór á Íslandi og þetta er eitt besta land í heimi að spila fótbolta í,“ sagði Daníel Leó.
„Ég man eftir Blackpool í ensku úrvalsdeildinni fyrir tíu árum síðan og það var sérstakt að horfa á það.“
í , í é
— Blackpool FC (@BlackpoolFC) October 5, 2020
We are delighted to announce the signing of Icelandic international defender Daníel Grétarsson on a two year deal from Norwegian side @AalesundsFK
https://t.co/OcN7ijJFYB pic.twitter.com/VqVo8LtpUh