Fótbolti

Enn einn bikar­sigurinn hjá Al Arabi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það gengur vel hjá Heimi með Al Arabi í bikarkeppnum.
Það gengur vel hjá Heimi með Al Arabi í bikarkeppnum. vísir/getty

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Al Arabi er liðið vann 3-0 sigur á Umm-Salal í QSL-bikarnum í Katar.

Aron Einar er mættur til Íslands þar sem hann mun spila leikinn mikilvæga gegn Rúmenum á fimmtudag.

Al Arabi hefur gengið afar vel í bikarkeppnum en verr hefur gengið í deildinni. Þetta var annar leikur Al Arabi í riðli B og hafa þeir unnið báða leiki sína til þessa.

Elías Már Ómarsson spilaði allan leikinn fyrir Excelsior sem tapaði 2-1 fyrir Graafschap á heimavelli í hollensku B-deildinni.

Graafschap komst yfir strax á þriðju mínútu en Excelsior jafnaði metin á 18. mínútu. Þeir fengu svo að líta rauða spjaldið á 24. mínútu og voru einum manni í tæpar 70 mínútur.

Elías og félagar voru við það að ná í stig en á 89. mínútu skoruðu Graafschap sigurmarkið. Excelsior er í 6. sæti deildarinnar með einungis sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×